Þau bestu og efnilegustu verðlaunuð

Konni var valinn besti leikmaðurinn í Tindastólsliðinu en hann stýrði liðinu sem fyrirliði í sumar og skoraði 2 mörk. Hér er hann ásamt Bergmanni Guðmundssyni formanni knattspyrnudeildar, og þjálfurunum Bjarka Árnasyni og Stefáni Arnari Ómarssyni. Mynd. GÖJ
Konni var valinn besti leikmaðurinn í Tindastólsliðinu en hann stýrði liðinu sem fyrirliði í sumar og skoraði 2 mörk. Hér er hann ásamt Bergmanni Guðmundssyni formanni knattspyrnudeildar, og þjálfurunum Bjarka Árnasyni og Stefáni Arnari Ómarssyni. Mynd. GÖJ
Jónas Aron Ólafsson og Sólveig Birta Eiðsdóttir voru valin efnilegust í sínum liðum. Mynd: GÖJ.

 Þann 23. september síðastliðin fór uppskeruhátíð meistaraflokka Tindastóls í knattspyrnu fram. Þar voru bestu og efnilegustu leikmenn liðanna þriggja verðlaunuð. Einnig fengu markakóngur og drottning viðurkenningu. Það voru leikmenn sjálfir sem völdu besta leikmanninn en þjálfarar völdu þau efnilegustu.

Laufey Harpa Halldórsdóttir hefur lengi verið efnileg. Nú er hún best! Mynd af FB síðu hennar.

 Úr liði Drangeyjar var Jónas Aron Ólafsson valinn efnilegastur. Guðni Þór Einarsson var valinn bestur og hann var jafnframt markahæstur. Úr kvennaliði Tindastóls var Sólveig Birta Eiðsdóttir valin efnilegust. Laufey Harpa Halldórsdóttir var valin best og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir var markadrottning.

Guðni Þór Einarsson var valinn bestur Drangeyinga og var hann jafnframt markahæstur leikmanna liðsins. Mynd: GÖJ.

 Úr meistaraflokki karla var Jón Gísli Eyland Gíslason valinn efnilegastur en hann var upptekin í landsliðsverkefni fyrir Íslands hönd og gat því ekki verið viðstaddur hófið. Markakóngur var Ragnar Þór Gunnarsson og Konráð Sigurðsson var valinn bestur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir