Þjófnaðaralda í íþróttahúsinu

 Töluvert hefur verið um þjófnað í íþróttahúsinu á Sauðárkróki síðustu vikuna. Í síðustu viku var stolið úr búningsherbergi karla símum, hlaðvörpum og seðlaveski en auk þess hafa skór og fleira smálegt verið að hverfa.

 Það er því full ástæða fyrir notendur að huga vel að verðmætum og passa upp á að skilja þau ekki eftir fyrir fingralanga gesti.

Fleiri fréttir