Þóranna Ósk og Pétur Rúnar valin til landsliðsæfinga
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.12.2010
kl. 08.02
Þau Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið valin í æfingahópa U-15 ára landsliðsins sem kemur saman til æfinga núna á næstunni. Auk þessa var Þóranna valin sömuleiðis til æfinga með U-16 ára landsliðinu.
Þau Þóranna og Pétur eru bæði fædd árið 1996 og leika með 9. flokki stúlkna og drengja í vetur.
Það er ekki algengt að sami leikmaðurinn sé valinn til æfinga með tveimur landsliðshópum, í það minnsta ekki héðan frá okkur í Tindastóli.
Æfingar hjá U-15 stúlkna verða fyrir jól en hjá U-16 á milli jóla og nýárs, en stefnt er á æfingar hjá U-15 drengja fyrir jólin einnig.