Þórólfur fór yfir stöðu mála

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, hélt í gærkvöld fund með öllu starfsfólki Kaupfélags Skagfirðinga. Fór Þórólfur á fundinum yfir stöðu Kaupfélagsins sem er góð auk þess sem starfsfólkið fékk  að heyra hlið Þórólfs á því sem gerðist  hjá Gift.

Starfsfólk sem Feykir.is hafði samband við nú í morgun sagði að Þórólfur hafi viljað róa fólk og fullvissa um að staða kaupfélagsins væri góð og engar uppsagnir fyrirsjáanlegar. Þá bar starfsmönnum saman um að hlið Þórólfs af Giftmálinu væri gjörólík útgáfu fjölmiðlanna. Voru starfsmenn almennt sáttir með fundinn.

Fleiri fréttir