Þorri blótaður í Árskóla
Þorrablót Árskóla var haldið á föstudag bæði í efra og neðra húsi. Að því tilefni mættu nemendur í íþróttahús og sungu þorralög við undirleik Ægis og Kára og minni karla og kvenna var lesið af nemendum 8. bekkjar.
Þegar skemmtuninni var lokið fóru nemendur til sinnar heimastofu og settust að snæðingi ásamt kennurum. Þetta var að vanda mikil skemmtun og miklar kræsingar á boðstólum en börnin komu öll með þorramat að heiman sem þau lögðu í púkk svo úr varð glæsilegt hlaðborð. Myndir frá deginu má sjá hér