Þrá ehf skorar á byggðarráð að semja við heimaaðila
Þrá ehf hefur send Byggðarráði Skagafjarðar bréf þar sem skorað er á sveitarfélagið að hlutast til um að gengið verði að boði Þráar ehf í viðbyggingu verknámshús við FNV og verkið þannig unnið af heimaaðilum.
Sveitarstjóri kynnti niðurstöðu fundar bygginganefndar verknámshússins 15. júlí 2009, þar sem lagt var til að tilboði lægstbjóðanda, Eyktar ehf yrði tekið. Hér var um útboð að ræða sem lýtur almennum útboðsreglum sem sveitarfélagið hefur ekki forsendur til að hafa áhrif á.