Þrefaldur sigur á "Silfurleikum ÍR"
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.11.2010
kl. 10.41
ÍR-ingar héldu árlegt mót sitt til minningar um Olympíuverðlaun Vilhjálms Einarssonar 20. nóvember. Skagfirskar stelpur í UMSS slógu í gegn þegar þær unnu þrefaldan sigur í hástökki 14 ára á mótinu.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti héraðsmet á mótinu þegar hún stökk yfir 1,60m og fyrsta sætið á mótinu. Í öðru sæti lenti Rósanna Valdimarsdóttir þegar hús stökk yfir 1,50m en það gerði Þorgerður Bettína Friðriksdóttir einnig en notaði til þess fleiri tilraunir og landaði þar með þriðja sætinu.
Fjöldi annarra skagfirskra keppenda var á mótinu og allir stóðu sig vel, segir á heimasíðu Tindastóls.
Önnur úrslit má finna HÉR!