Þremur gámastöðvum lokað í Skagafirði

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur tekið þá ákvörðun að gámar, ætlaðir undir almennt sorp, verði fjarlægðir við Skarðsrétt, Áshildarholt og Varmalæk.

„Þetta er gert vegna lélegrar nýtingar á gámunum og nálægðar við önnur gámasvæði. Íbúum á þessum svæðum er jafnframt bent á gámasvæði á Sauðárkróki, Varmahlíð og Steinsstöðum,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir