Þrír jaxlar og Lilja Pálma keppa undir merkjum Hofstorfunar / 66° norður

Meistaradeild Norðurlands kynnir annað lið vetrarins til leiks, Hofstorfan / 66° norður, en mótaröðin hefst 11. febrúar nk. Liðstjóri er sauðfjárbóndinn og skeiðkóngurinn Elvar Einarsson. Með honum í liði eru Bjarni Jónasson, Lilja Pálmadóttir og Tryggvi Björnsson.

„Þrír jaxlar á ferðinni og með þeim Lilja Pálmadóttir sem hefur verið að gera það gott á keppnisbrautinni með sína frábæru hesta. Þarna er því mjög athyglisvert lið sem líklegt er til afreka í deildinni,“ segir á facebook-síðu KS-Deildarinnnar.

Fyrsta lið KS-deildarinnar, Efri – Rauðalækur / Lífland, var kynnt til leiks í gær.

Fleiri fréttir