Þríþraut USVH

Þríþraut Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga verður haldin á Hvammstanga í dag klukkan 15:00. Þar verður boðið upp á keppni í þríþraut í flokki einstaklings, liða, einstaklings krakka og krakka liða (14 ára og yngri). Liðin mega vera blönduð. Einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Yngri flokkur, 14 ára og yngri, verður ræstur af stað klukkan 15:00 og eldri flokkur (einstaklings og liða) þegar yngri flokkur hefur lokið keppni. Mæting fyrir yngri flokk er klukkan 14:30.

Einstaklingskeppni: 400m sund, 10km hjól, 1 merkurhringur/3km hlaup.
Liðakeppni: 400m sund, 10km hjól, 1 merkurhringur/3km hlaup.
Krakka einstaklings: 200m sund, 1 merkurhringur/3km hjól, 1 km hlaup.
Krakka liðakeppni: 200m sund, 1 merkurhringur/3km hjól, 1 km hlaup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir