Þrjár heimastúlkur sömdu við Tindastól í dag

Marsilía, Birna og Magnea við undirritun samninga. MYND: TINDASTÓLL.IS
Marsilía, Birna og Magnea við undirritun samninga. MYND: TINDASTÓLL.IS

Þrjár Tindastólsstúlkur skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls og leika því í sumar með Stólastúlkum í Lengjudeildinni. Þetta eru þær Birna María Sigurðardóttir, Magnea Petra Rúnarsdóttir og Marsilía Guðmundsdóttir en þær hafa allar komið upp í gegnum ungmennastarf Stólanna og voru viðloðandi hóp Tindastóls í Pepsi Max deild kvenna á síðasta tímabili.

Birna María á reyndar að baki 51 leik með liði Tindastóls en hún er fædd árið 2000. Hinar tvær eru fæddar 2005 og kom Magnes Petra við sögu í tveimur leikjum í Pepsi Max deildinni í fyrra en Marsilía á enn eftir að koma við sögu í deildarleik með meistaraflokki Tindastóls skv. heimasíðu KSÍ en báðar eiga þær hátt í tíu leiki í Kjarnafæðismóti og Lengjubikar.

Fram kemur í frétt á heimasíðu Tindastóls að Knattspyrnudeild Tindastóls fagnar þessum undirskriftum og það er alltaf mikið gleðiefni þegar ungir, efnilegir og uppaldir leikmenn skrifa undir samning við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir