Þrjár inn og þrjár út á Gæruna 2011

 Morðingjarnir, Dimma og Lockerbie hafa bæst í hóp frábærra tónlistarmanna á Gærunni 2011. Dimma og Morðingjarnir sem spila á föstudagskvöldið en Lockerbie á laugardagskvöldið.

Hins vegar hættu Morning After Youth, Benny Crespo’s Gang og Douglas Wilson við að spila á hátíðinni og munu því ekki stíga á svið.

Hátíðin hefst annað kvöld með tónleikum á Mælifelli og síðan byrjar fjörið fyrir alvöru á föstudagskvöld. Enn er hægt að tryggja sér miða á Kaffi Krók svo á vefsíðunni midi.is

Fleiri fréttir