Þrjú stig sóttu Stólastúlkur á Víkingsvöllinn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
17.05.2025
kl. 20.08

Vinkonurnar frá Skagaströnd, Birgitta og Elísa Bríet, voru sameiginlega með þrennu á Víkingsvellinum í dag. MYND: DAVÍÐ MÁR
Stólastúlkur hafa heldur betur átt fína viku í fótboltanum. Eftir mergjaðan sigur í framlengdum bikarleik gegn Stjörnunni í Garðabæ í byrjun vikunnar þá fóru þær á annan erfiðan útivöll í dag, Víkingsvöllinn, þar sem lið Víkings beið þeirra. Heimastúlkum var spáð góðu gengi í sumar en voru líkt og Stólastúlkur með aðeins þrjú stig eftir fimm umferðir. Það var því nokkuð undir í dag og það voru gestirnir að norðan sem nýttu færin og unnu 1-4.