Þröstur í Birkihlíð fyrirmynd í námi fullorðinna

Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir, tilnefnd af Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Þröstur Heiðar Erlingsson, tilnefndur af Farskólanum, á Norðurlandi vestra. Mynd: SA.
Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir, tilnefnd af Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Þröstur Heiðar Erlingsson, tilnefndur af Farskólanum, á Norðurlandi vestra. Mynd: SA.

Framtíðin hér og nú var yfirskrift ársfundar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og Norræns tengslanets um nám fullorðinna (NVL) sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík 28. nóvember. Á fundinum var Herdísi Ósk Sveinbjörnsdóttir, tilnefnd af Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Þresti Heiðari Erlingssyni, tilnefndur af Farskólanum, á Norðurlandi vestra, veittar viðurkenningar sem fyrirmyndir í námi fullorðinna árið 2019. Viðurkenningin og verðlaunin sem henni fylgja eru veitt einstaklingum hafa breytt stöðu sinni á vinnumarkaði eftir þátttöku í úrræðum FA.

Á vef SA segir að á fjölsóttum fundinum hefðu þau Herdís Ósk og Þröstur sagt frá sinni reynslu af skóla, les- og skrifblindu og þeim hindrunum sem þau hafi þurft að hrinda úr vegi til að komast þangað sem þau höfðu stefnt að og dreymt um. Við afhendingu verðlaunanna hylltu fundargestir þau Herdísi Ósk og Þröst Heiðar sem standa vel undir nafn sem fyrirmyndir í námi fullorðinna árið 2019.

Þröstur hefur ratað í fréttirnar fyrir að hafa tekið þátt í heimaslátrun á jörð sinni Birkihlíð í Skagafirði, sem kunn er fyrir aðkomu Matíss og fv. forstjóra þess Sveins Margeirssonar sem ver sig nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir þann gjörning. Þeir félagar hafa verið óþreytandi við að sýna fram á hagkvæmni þess að leyfa skuli svokölluð örsláturhús á Íslandi fyrir bændur og neytendur en Þröstur hefur um árabil selt afurðir sínar beint frá býli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir