Þróunarsvið lagt niður frá og með 1. júlí

Nái hugmyndir Iðnaðarráðherra fram að ganga mun Þróunarsvið Byggðastofnunar verða lagt niður frá og með 1. júlí á næsta ári og störfin sem þar eru í dag flytjast yfir á Nýsköpunarmiðstöð, Ferðamálastofu og Hagstofu. Byggðastofnun mun þá eftirleiðis verða eingöngu lánastofnun. Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri tilkynnti starfsfólki Byggðastofnunnar þetta á fundi fyrir helgi en málið hefur ekki verið rætt innan stjórnar
Aðspurður segir Kristján að stjórn Byggðastofnunar heyri undir iðnaðarherra og málið snerti starfsmenn stofnunarinnar umfram aðra og því hafi verið talið eðlilegt að starfsmennirnir fengju fréttirnir fyrstir allra. 7 manns vinna á þróunarsviði Byggðastofnunnar og mun fólkinu öllu verða boðin vinna áfram þó ekki komi þau til með að vinna lengur fyrir Byggðastofnun. -Það hefur staðið til að opna útibú Nýsköpunarmiðstöðvar á Sauðárkróki og flyst starfsfólkið að hluta til þangað, segir Kristján. -Þá munu einhver störf verða tengd við Ferðamálastofu og unnin í samvinnu við Háskólann á Hólum, ekki liggur fyrir hvort þau verði unnin á Hólum eða á Sauðárkróki. það mun fara svolítið eftir starfsfólkinu. Þessu til viðbótar verður síðan stofnað útibú Hagstofunnar á Sauðárkróki sem að líkindum mun starfa í sama húsnæði og Byggðastofnun.
Þeir starfsmenn sem munu vinna fyrir Hagstofuna munu vinna við upplýsingaöflun um þróun einstakra svæða á landinu en að sögn Kristján hafa þær upplýsingar ekki legið nægjanlega skýrar fyrir.
Nýsköpunarhlutinn verður að líkindum til húsa í Verinu en í tillögum Norðvestur nefndar var gert ráð fyrir þremur störfum þar auk fjármögnunar á framkvæmdastjóra Versins. Segir Kristján að hina nýju tillögur eigi ekki að snerta tillögur Norðvesturnefndar heldur vera viðbót við Nýsköpunarmiðstöð
 Málið verður kynnt sérstaklega fyrir stjórn Byggðastofnunnar á næsta stjórnarfundi.

Fleiri fréttir