Þúfnapex í Hólaneskirkju
Tríóið Þúfnapex sem er skipað ungu fólki úr Skagafirði hefur að undanförnu haldið aðventutónleika við góðar undirtektir áheyrenda. Í kvöld 19. desember verður Pexið með tónleika í Hólaneskirkju og hefjast þeir klukkan 20.30.
Á dagskránni eru ljúf lög sem systkinin Ellý og Vilhjálmur sungu og gerðu vinsæl á árum áður sem og ýmis jólalög og má búast við notalegri og ljúfri kvöldstund.
Tónleikarnir eru í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli og er aðgangur ókeypis.