Þverárfjallsvegur lokaður tímabundið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
23.06.2017
kl. 16.22
Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað tímabundið þar sem unnið er að því að koma tengivagni flutningabíls, sem fór þar á hliðina í gær, aftur á réttan kjöl. Reiknað er með því að aðgerðin geti tekið um tvo tíma en tilkynning um lokunina var sett á vef Vegagerðarinnar kl. 15:46 í dag.