Þykknar upp í dag
Eftir blíðutíð síðustu daga gerir spáin ráð fyrir að hann þykkni upp síðar í dag með rigningu eða slyddur. Vindur verður að norðaustan 5 - 13 m/s en hvassast verður á Ströndum.
Vegir eru greiðfærir nema á Öxnadalsheiði þar sem búast má við hálkublettum.
Norðaustan 5-13 m/s, hvassast á Ströndum. Þykknar upp, víða rigning eða slydda síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.