Þytur með Íslandsmót 2010

 

Á þingi Landssambands hestamannafélaga sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri um síðustu helgi var ákveðið að Íslandsmót barna og unglinga árið 2010 verði haldið hjá hestamannafélaginu Þyti í Húnaþingi.

 

Annars er undirbúningur í fullum gangi við Uppskeruhátíð  Hrossaræktarsamtaka V-Hún

og Hestamannafélagsins Þyts sem haldin verður á morgun  í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Þar verður mikil gleði og gaman ef allir  „gaufast til að láta sjá sig!“ eins og segir í auglýsingu frá hátíðinni. Dansleikur á eftir með GHG og Ingibjörgu.

 

Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2008 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún:

Grafarkot,  Lækjamót og Syðri Vellir

Fleiri fréttir