Til baráttu gegn aðför stjórnvalda að landsbyggðinni

Samtökin Landsbyggðin lifi héldu aðalfund sinn að Ytri-Vík á Árskógsströnd  6. nóvember sl. og sendu frá sér ályktun þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir óre´ttmætan niðurskurð á grunnstoðum samfélagsins.

Ályktunin er eftirfarandi:

Árás valdhafa á landsbyggðina verður vart grímulausari en fram hefur komið í niðurskurðaráætlun ríkisstjórnarinnar í  heilbrigðismálum, þar sem 84%. af niðurskurði fjárveitinga  til þeirra lendir fyrst og fremst á landsbyggðinni.

Með þeim er bitið höfuðið af skömminni, sem var þó ærin fyrir,  má þar nefna stórfelldan niðurskurð nánast allra annarra  grunnstoða samfélaga á landsbyggðinni.

Aðalfundurinn hvetur til samstöðu um land allt og baráttu gegn þessum áformum.

Fleiri fréttir