Tilboð samþykkt í verknámshús við Blönduskóla

Blönduskóli. Mynd: FE
Blönduskóli. Mynd: FE

Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í upphafi viku voru opnuð tilboð í fyrsta áfanga verknámshúss við Blönduskóla. Lægstbjóðendur voru Húsherji, N1 píparinn  og Tengill. Um lokað útboð á byggingu verknámshúss við Blönduskóla var að ræða og var á fundinum farið yfir þau tilboð sem bárust. Samþykkt var að ganga til viðræðna við lægstbjóðendur í eftirtalda liði samkvæmt útboði:

Húsherji, uppsteypa og fleira 70.711.852
N1 píparinn, með pípulagnir 9.935.260
Tengill ehf., með raflagnir 555.940

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir