Tilkynning frá Vatnsdælu á refli og Minjastofu Kvennaskólans á Blönduósi

Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á refli. Mynd: huni.is
Minjastofa Kvennaskólans og Vatnsdæla á refli. Mynd: huni.is
Ákveðið hefur verið að loka fyrir aðgengi að Vatnsdælu á refli og Minjastofu Kvennaskólans á Blönduósi á meðan hertar reglur um sóttvarnir eru í gildi. Ómögulegt er að komast hjá að brjóta 2m regluna í Kvennaskólanum og því er álitið að ekki sé forsvaranlegt að hafa opið.

Þegar 2m reglan verður felld úr gildi, er hægt að hafa samband við undirritaða til að skoða og fræðast um Minjastofuna, refilinn og jafnvel sauma til að þoka honum áfram.

Jóhanna E. Pálmadóttir; jepakur@simnet.is eða í síma 898 4290.

Þökkum öllum kærlega fyrir heimsóknina í sumar!

Húni segir frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir