Tillögur Skagastrandar til Norðvestur-nefndar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.11.2014
kl. 12.05
Feykir hefur að undanförnu fjallað um tillögur sveitarfélaganna á svæðinu til svokallaðrar Norðvestur-nefndar. Sveitarfélagið Skagaströnd hefur fyrir nokkru sent tillögur til nefndarinnar. Þar er meðal annars lagt til að starfsemi BioPol verði efld og frumkvöðlasetur sett á fót í tengslum við starfsemina.
Tillögum þurfti að skila til nefndarinnar fyrir 1. nóvember sl. og samkvæmt síðustu fundargerð Sveitarfélagsins Skagastrandar fóru eftirfarandi tillögur þaðan:
- Efling starfsemi Sjávarlíftæknisetursins BioPol ehf. á Skagaströnd
- Frumkvöðlasetur í tengslum við BioPol ehf.
- Auknar hugvísindarannsóknir á menningarmiðlunarstarfi á landsbyggðinni.
- Aukin verkefni Greiðslustofu Vinnumálastofnunar.
- Bragðefnavinnsla, soð og súpur.
- Flutningur á Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna til Skagastrandar.
- Rannsókn á stórskipahöfn.
- Fuglasetur Norðurlands vestra á Skagaströnd.