Tilnefnt í meistaraflokksráð sameiginlegs liðs Tindastóls/Hvatar

Búið er að tilnefna fjóra einstaklinga í meistaraflokksráð sameiginlegs liðs Tindastóls/Hvatar fyrir komandi tímabil. Bæði félög tilnefndu tvo menn í ráðið.

Frá Tindastóli eru þeir Haukur Skúlason og Stefán Arnar Ómarsson. Haukur sem er fyrrum leikmaður Tindastóls er að flytja á Krókinn um þessar mundir og mun koma inn í þetta ráð ásamt félaga sínum Stefáni Arnari. Stefán er einnig fyrrum leikmaður og lék m.a. með liðinu í fyrra en þó ekki marga leiki sökum meiðsla. Hann kemur nú öflugur inn í ráðið.

Hvatarmenn tilnefndu tvo reynslubolta. Vigni Björnsson sem hefur verið í kringum boltann mörg undanfarin ár og síðan Tryggva Björnsson sem sömuleiðis er öllum hnútum kunnur í þessum bransa.

Þeim er óskað velfarnaðar og þakkað fyrir að taka þetta að sér

Fleiri fréttir