Tindastóll áfram í átta liða úrslit
Breiðablik og Tindastóll áttust við í Smáranum í Kópavogi í kvöld í Poweradebikarnum. Tindastóll hafði nokkra yfirburði í leiknum og sigruðu með fimmtán stiga mun 68-83.
Með sigrinum tryggðu Stólarnir sér sæti í 8 liða úrslitum og eiga leik við KR-inga á laugardag á útivelli. Svavar Birgisson var stigahæstur Stólanna og skoraði 25 stig og frændi hans Friðrik Hreinsson skoraði 16 stig. Í liði heimamanna var Hjalti Friðriksson stigahæstur með 11 stig.
Leikir í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins
Laugardagur
KR-Tindastóll Kl. 18.00
Sunnudagur
Keflavík-Njarðvík Kl. 19.15
Snæfell-Stjarnan Kl. 19.15
Grindavík-ÍR Kl. 19.15