Tindastóll sló KFÍ út úr Subway-bikarnum

Tindastóll spilaði við lið KFÍ í Subway-bikarnum á Ísafirði í kvöld og náðu að merja sigur, 92-87, eftir jafnan leik. Tindastóll átti góðan annan leikhluta og höfðu yfir í hálfleik 51-38. Ísfirðingar söxuðu á forskot Stólanna í síðari hálfleik en náðu aldrei alveg í skottið á Stólunum þó litlu hefði munað á lokakaflanum.

Aðeins átta leikmenn skruppu vestur og meðal þeirra sem ekki var með var Darrel Flake. Stigahæsti í liði Stólanna voru Sören Flæng (26), Svabbi (24) og Alan Fall (16). Með sigrinum tryggðu Stólarnir sér sæti í næstu umferð Subway-bikarsins.

Fleiri fréttir