Tíu dagar í Eldinn

Eftir aðeins tíu daga verður unglistarhátíðin Eldur í Húnaþingi sett í ár og er það í ellefta sinn sem hátíðin er haldin. Opnunarhátíðin fer fram sunnan við Landsbankann á Hvammstanga, líkt og síðustu ár. 
Bæklingi hátíðarinnar og Grettishátíðar hefur nú verið dreift í Húnaþingi vestra og víðar og hefur vefútgáfa hans einnig litið dagsins ljós. Vefútgáfuna má nálgast á vef hátíðarinnar www.eldurhunathing.com og hér.Á miðvikudeginum verður opnunarhátíðin með Unglistarlaginu, kjötsúpu, flugeldasýningu, nytjamarkaði Gæranna og fleira sprelli. Þá opnar Heiðurssýning um Agnar Levy og boði verður upp á bílabíó og frumsýningu á kynningarmyndbandi Troja.

Dagskrá fimmtudagsins inniheldur Street Dance námskeið, hestafimleika, heiðurssýningu Agnars Levy, Eldsmótið í borðtennis, Eldsmótið í skotbolta og fjallaskokk USVH.

Íbúar Húnaþings vestra mæta á Bangsatún og reyna að hafa áhrif á stigagjöf í hverfakeppninni með ýmsum hætti. Litaskipting hverfanna í ár eru eins og verið hefur;Strákarnir í 12:00 skemmta 13-17 ára aldrinum um kvöldið og Melló Músíka og Johnny And The Rest þeim eldri.Á föstudeginum halda Street Dance námskeiðið og heiðurssýning Agnars Levy áfram, en auk þess sýnir Brúðubíllinn leikrit, Heimsmeistaramótið í Kleppara fer fram, námskeið í hestafimleikum, púttmót Flemmings og Paintball og Lasertag opna. Um kvöldið leikur tríóið Kókos í Borgarvirki og Ljótu hálfvitarnir skemmta í félagsheimilinu á Hvammstanga.Laugardagurinn er fjölskyldudagur hátíðarinnar og hefst hann snemma með sápurennibraut í Tommabrekku. Bubblebolti verður á sparkvellinum, vatnaboltar við félagsheimilið og opið "game jam" með Jóhannesi Gunnari. Við félagsheimilið verða svo hoppukastalar, andlitsmálning, grillaðar pylsur og með því, grillað lambakjöt, Lína langsokkur og úrslit í hverfakeppninni, en þar verða veitt verðlaun fyrir flottustu skreytinguna, skemmtilegustu skreytinguna og best skreytta hverfið.

Fyrirtækja-/liðakeppninn verður svo með skemmtilegum þrautum og eru aukastig gefin fyrir búninga. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að safna í lið (fjórir í liði) og skrá sig á netfangiðsolrun@hunathing.is. Heiðurssýning Agnars Levy verður opin sem og Paintball og Lasertag. Kormákur/Hvöt tekur svo á móti Afríku á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Um kvöldið leikur Buff svo á dansleikjum, einum fyrir fjölskylduna og einum fyrir 16 ára og eldri.

Á meðan á hátíðinni stendur verður FM Eldur 106,5 með útsendingar og er útvarpsstjóri Birkir Snær Gunnlaugsson. Þeir sem áhuga hafa á að koma fram í útvarpinu, t.d. með þáttastjórnun, tónlistarflutningi eða einhverju skemmtilegum, eða hafa ábendingar um áhugavert efni er bent á að hafa samband við útvarpsstjórann á netfanginu utvarphvammstangi1@gmail.com, í síma 847-9444 eða í gegnum Fésbókarsíðuna Fm Eldur.

Fleiri fréttir