Tollurinn vill aðgang að eftirlitsmyndavélum við Skagastrandarhöfn

Frá Skagaströnd haustið 2024. MYND: ÓAB
Frá Skagaströnd haustið 2024. MYND: ÓAB

Húnahornið segir af því að ríkisskattstjóri hafi farið þess á leit við Sveitarfélagið Skagaströnd að það veiti tollgæslunni yfirlit yfir þær eftirlitsmyndavélar sem Skagastrandarhöfn hefur yfir að ráða á tollhöfnum og öðrum svæðum þar sem ótollafgreiddar vörur eru geymdar.

Á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku var sveitarstjóra falið að svara erindi Ríkisskattstjóra jákvætt og veita tollgæslunni nauðsynlegar heimildir, rúmist kostnaður vegna beiðninnar innan gildandi fjárhagsáætlunar hverju sinni.

Fleiri fréttir