Tónadans býður til vorhátíðar

Vorhátíð Tónadans fer fram í dag miðvikudaginn 10. apríl kl. 17 í Miðgarði. Fram koma nemendur Tónadans á vorönn en það erum um 70 nemendur. Í tilkynningu frá Tónadansi segir að á dagskránni sé meðal annars jassballett, kórsöngur, strengjaleikur og bjölluspil. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Seinna í mánuðinum stendur Tónadans fyrir Barnamenningardögum í Skagafirði en þar verður hægt að finna strengjafjör, afrískan dans, börn fyrir börn, tónleika á Dvalarheimilinu, æskuna og hestinn og að endingu Grænumýrarfjör.

Sjá nánar í Sjónhorni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir