Tónadans og Tónlistarskóli Skagafjarðar í Netnótunni á N4

N4 mun sýna frá Netnótunni á næstu dögum og vikum, nýjum tónlistarþáttum sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtök tónlistarskólastjóra. Í þáttunum gefst áhorfendum kostur á að skyggnast inn í starfsemi tónlistarskólana, grasrót tónlistarsköpunar í landinu.

Netnótan er afsprengi Nótunnar sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins en hún hefur verið haldin frá árinu 2010. Hátíðin var ekki haldin árið 2020 sökum Covid en í ár brugðust tónlistarskólalandsins við með síma og Ipada að vopni og tóku upp eigin tónlistaratriði. Saman eru þessi myndbönd orðin að Netnótunni, þriggja þátta sjónvarpsseríu sem sýnd verður á N4.

Fyrsti þáttur fer í loftið þann 13. júní en Í fyrsta þætti lætur m.a. Tónadans í Skagafirð ljós sitt skína sem og tónlistarskóli Skagafjarðar. Í þáttunum eru myndböndunum sem hver þátttökuskóli útbjó heima í héraði púslað saman og sér leikarinn Vilhjálmur Bragason um að kynna atriðin.




/SMH

Fleiri fréttir