Tónleikar með Karlakór Eyjafjarðar í Blönduóskirkju þann 3. maí
Það verða glæsilegir tónleikar í Blönduóskirkju laugardaginn 3. maí kl. 15:00 en þá mæta félagarnir úr Karlakór Eyjafjarðar á svæðið. Þeir ætla að flytja alls konar lög úr öllum áttum fyrir gesti og verður dagskráin bæði fjölbreytt og skemmtileg.
Félagarnir Viktorsson og Þorsteinsson stela senunni á tónleikunum svona þegar þeim hentar og segir í tilkynningunni að kórinn sé bæði flottur, léttur og kannski pínu þéttur. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson og fyrir framan píanóið situr Daníel Þorsteinsson. Á tónleikunum munu þeir félagar Engilbert Ingvarsson, Gunnar Berg Haraldsson og Stefán Markússon sá um einsöng. Miðasala verður við innganginn meðan húsrúm leyfir og kostar miðinn 4.000 kr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.