Tónleikar með Sound Post á Blönduósi

Í kvöld klukkan 20:00 heldur hljómsveitin Sound Post tónleika á Hótel Blönduósi. Flutt verður ný tónlist í anda Norah Jones og Diane Krall eftir Harald Ægi Guðmundsson, eða Halla Mumma eins og hann þekkist betur á Blönduósi.

Sound Post skipa þau Haraldur Guðmundsson á kontrabassa, Andrés Gunnlaugsson á gítar, Magnús Tryggvason Eliasen á trommur en um sönginn sér eiginkona Halla, hún Harpa Þorvaldsdóttir.

Fleiri fréttir