Torskilin bæjarnöfn - Ríp í Hegranesi

Ríp 12. september 2009. Fjárhús og hlaða lengst til vinstri, vélaskemma og kirkjan. Sunnan hennar, til hægri, eru íbúðarhúsin á Ríp III og Ríp II. Langa húsið nær á mynd er minkaskálinn sem reistur var á Ytra-Móholti 1987, nú fjárhús, aðstöðuhús og verkfærageymsla. Sér yfir á Hofdalabæina í Hofstaðaplássi og út og upp frá þeim til vinstri Hofstaðaurð og Svaðastaðahnjúkur. Handan túnanna, uppi við fjallið hægra megin við miðja mynd, er bærinn Svaðastaðir. Mynd: Byggðasaga Skagafjarðar.
Ríp 12. september 2009. Fjárhús og hlaða lengst til vinstri, vélaskemma og kirkjan. Sunnan hennar, til hægri, eru íbúðarhúsin á Ríp III og Ríp II. Langa húsið nær á mynd er minkaskálinn sem reistur var á Ytra-Móholti 1987, nú fjárhús, aðstöðuhús og verkfærageymsla. Sér yfir á Hofdalabæina í Hofstaðaplássi og út og upp frá þeim til vinstri Hofstaðaurð og Svaðastaðahnjúkur. Handan túnanna, uppi við fjallið hægra megin við miðja mynd, er bærinn Svaðastaðir. Mynd: Byggðasaga Skagafjarðar.

Telja má víst að bærinn dragi nafn af hamri, eða hárri klöpp, sem er skammt frá bænum, en „ripr“ þýðir í fornu máli brattan hamar, eða bjargsnös (sbr. Lexicon Poeticum, bls. 468). Bærinn stendur einnig á klöpp. Ekki er mjer kunnugt um, að orð þetta þekkist í öðrum staða- eða bæjanöfnum, að undanteknu konungssetrinu forna: Rípum á Jótlandi.

Nafnið er því mjög merkilegt, og er fullkominn sönnun þess, að æfagömul og fágæt orð geymast í einstökum bæjarnöfnum, án verulegrar afbökunar. Nú er nefnif. ávalt Ríp, og það er sú mynd, sem mun altaf hafa tíðkast á Íslandi (ávalt er það „Ríp“ í Dipl. Ísl., sömuleiðis í Sturl., III. bindi), og beygst t.d. eins og Vík; eignarfall: Rípur. Rjettast væri, að hafa nafnið karlkyns, þótt nú sje það ávalt notað í kvk., því að upphaflega er það karlk. „rípr“ og mun beygjast eins og „fingr“ í fornu máli. Samt virðist ekki full ástæða til að taka upp eldri myndina.

Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar

Áður birst í 47. tbl. Feykis  2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir