Trío Kalinka í Heimilisiðnaðarsafninu

Stofutónleikar Trío Kalinka verða í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi sunnudaginn 23. ágúst nk. kl. 15:00. Tríó Kalinka skipa þau Gerður Bolladóttir, sópran, Flemming Viðar Valmundarson, harmonikkuleikari og Marin Shulmina sem spilar á domra sem er sérstakt rússneskt hljóðfæri.

Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, íslensk og rússnesk þjóðlög og fjörugir dansar bæði frá Íslandi og Rússlandi. Tríó Kalinka hefur komið víðsvegar fram við afar góðar undirtektir áheyrenda.

Eftir tónleikana verður kaffi á könnunni og smá meðlæti. Aðgangseyrir safnsins gildir.

Allir hjartanlega velkomnir.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir