Tsvetan með gull á Haustmóti JSÍ yngri flokka í júdó

Haustmót Júdósambands Íslands, yngri flokka, var haldið í Grindavík sl. laugardag en þar átti Júdódeild Tindastóls fimm keppendur á meðal 46 annarra. Mótið var fyrir árganga 1997 til 2006 og var keppt í aldurs- og þyngdarflokkum og voru félögin alls átta sem áttu keppendur á mótinu.
Á heimasíðu Tindastóls segir að keppendur Tindastóls hafi staðið sig vel á mótinu en þar bar hæst að Tsvetan Tsvetanov Michevski vann til gullverðlauna í sínum flokki. Í sama flokki varð Þorgrímur Svavar Runólfsson í þriðja sæti, en hann keppti upp fyrir sig í aldri. Viktor Darri Magnússon og Arnór Freyr Fjólmundsson höfnuðu í öðru sæti í sínum flokkum og Magnús Elí Jónsson varð fimmti í sínum flokki. Nánari úrslit mótsins má sjá HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.