Tvær bækur tengdar Hólafólki

Á heimasíðu Hólaskóla er vakin athygli á tveimur nýútkomnum bókum sem tengjast starfsmönnum í ferðamáladeildinni við skólann.

Annars vegar er um að ræða Engaging with Animals: Interpretations of a Shared Existence, sem er gefin út af háskólanum í Sydney í Ástralíu. Annar ritstjóri hennar er Georgette Leah Burns, núverandi deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.

Hins vegar er það Tourism Destination Development. Bókinni, sem gefin er út af Ashgate, er ritstýrt af Arvid Viken og Brynhild Granås. Meðal greina í henni er Weaving with Witchcraft: Tourism and Entrepreneurship in Strandir, Iceland, eftir þau Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, og Gunnar Þór Jóhannesson, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Fleiri fréttir