Tvær úr Tindastóli valdar til æfinga hjá U15 kvenna í fótbolta

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna í fótbolta, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum sem fram fara í Miðgarði í Garðabæ 27.-29. mars nk. Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir í Tindastól eru þar á meðal.

Þær Elísa Bríet og Birgitta Rún hafa verið að spila með meistaraflokki Tindastóls í vetur og staðið sig vel þar, segir í færslu Þórólfs Sveinssonar, yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Einnig fóru þær til Danmerkur í lok febrúar og spiluðu með úrvalsliði Norðurlands gegn FC Nordsjellland og Bröndby.

Þessar bráðefnilegu stelpur eru frá Skagaströnd og hafa æft með Umf. Fram í yngri flokkum, ásamt sameiginlegum liðum Hvatar og Kormáks og eru nú með Tindastól. „Gaman að vekja athygli á litlu liðunum líka, við erum öll að vinna gott barna og unglingastarf og félögin á svæðinu farin að vinna mikið saman,“ segir í orðsendingu sem barst Feyki eftir að fréttin var komin í loftið.

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir