Tveir fluttir til Reykjavíkur eftir harðan árekstur í Skagafirði

Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Siglufjarðavegi, við Læk, milli Kýrholts og Ennis í Viðvíkursveit, fyrr í dag Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru ökumenn einir í bifreiðunum og báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.

Fleiri fréttir