Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar í iðn- og verkgreinum

Kristinn Gísli Jónsson. Mynd: Inga Sör ljósmyndari.
Kristinn Gísli Jónsson. Mynd: Inga Sör ljósmyndari.

Íslandsmóti iðn- og verkgreina lauk í gær með verðlaunaafhendingu en keppnin var haldin í Laugardalshöllinni dagana 16.-18. mars sl. eftir því sem Feykir kemst næst náðu tveir Skagfirðingar gullverðlaunum og einn til viðbótar komst í undanúrslit í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í september í Hörpu.

Þröstur Kárason, Íslandsmeistari í trésmíði. Mynd af Facebook.Þröstur Kárason gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í trésmíði en hann stundar nám í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þröstur er sonur Margrétar Helgadóttur og Kára Árnasonar á Sauðárkróki.

Sandra Sif tryggði sér þátttöku í forkeppni í framreiðslu í Norrænu nemakeppninni. Mynd af Facebook.

 

 

Annan Íslandsmeistara eignuðust Skagfirðingar þegar Gísli Kristinn Jónsson vann sína keppinauta í matreiðslu en hann er nemi á Michelinstjörnustaðnum Dill Restaurant. Kristinn er sonur Öldu Kristinsdóttur og Jóns Daníels Jónssonar á Sauðárkróki.

Þá komst Sandra Sif Eiðsdóttir í undanúrslit í framreiðslu í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í september í Hörpu. Hún er nemi hjá Radisson SAS Blu. Sandra er dóttir Þóreyjar Gunnarsdóttur og Eiðs Baldurssonar á Sauðárkróki.

Tengdar fréttir: 

Kristinn Gísli sigraði í nemakeppni í matreiðslu.

Tveir Skagfirðingar í læri á Dill, fyrsta Michelin-stjörnu-staðnum á Íslandi

Inga Sör

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir