U16 landslið karla að gera góða hluti í Færeyjum

Jón Gísli í leiknum í gær. Mynd: www.ksi.is
Jón Gísli í leiknum í gær. Mynd: www.ksi.is

U16 ára lið karla, sem tekur nú þátt í Norðurlandamótinu í fótbolta í Færeyjum, hefur nú spilað tvo leiki á mótinu.

Liðið vann í gær góðan 3-0 sigur gegn Kína. Liðið vann einnig 2-1 sigur gegn Færeyjum í fyrsta leik liðsins á þriðjudaginn. Ísland leikur síðasta leik sinn í riðlakeppninni á morgun þegar það mætir Noregi. Með sigri í þeim leik spilar liðið um fyrsta sæti mótsins. 

Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, hefur verið í byrjunarliðinu í báðum leikjunum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir