Um 200 manns í Miðgarði á kvennafrídegi
Það var góð stund í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði í gær þar sem fólk minntist kvennafrídagsins en um 200 manns sóttu viðburðinn.
Stundin var þrungin minningum liðinna tíma þar sem konur hafa ætíð þurft að berjast fyrir réttindum sínum og eru enn að. Haldnar voru ræður og hvatningaorð kvenna til kynsystra sinna heyrðust sem aldrei fyrr. Skemmtidagskrá var flutt af konum með einni undantekningu þar sem Rögnvaldur Valbergsson lék undir hjá Ásdísi Guðmundsdóttur sem söng nokkur lög.
Strengjasveit sem eingöngu var skipuð konum lék nokkur lög og er þar efnileg sveit á ferðinni en senuþjófar dagsins var hinn nýstofnaði kvennakór sem kom fram í fyrsta skiptið á hátíðinni eftir að hafa aðeins haldið fimm æfingar. Þar er á ferðinni skemmtilegur kór og gefur miklar vonir um farsæla framtíð og er skemmtileg viðbót við sönglífið í Skagafirði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.