Umboðsmaður knattspyrnumanna með skó á hillu ósáttur við fréttaflutning

Svavar Sigurðsson, ostameistari og umboðsmaður knattspyrnumanna  sem lagt hafa skó sína á hilluna, hafði samband við Feyki í morgun og hafði Svavar alvarlegar athugasemdir við frétt Feykis frá því í gær þar sem greint var frá því að Gísli Eyland væri markahæstur markmanna.

-Vissulega er rétt að Gísli er markahæstur markmanna en það sem gleymist eru heil þrjú mörk en mörg Gísla eru 14 en ekki 11 líkt og segir í fréttinni, sagði Svavar, (fréttin var tekin af heimasíðu Tindastóls ver blaðamaður sig fimlega með) -Ef farið er á heimasíðu KSÍ má sjá að Gísli hefur þar skorað 13 mörk en þar eru þeir að gleyma marki sem hann skoraði árið 1999 í fallegu sumarveðri en leikurinn var á móti Leikni, bætir Svavar við.

Að sögn umboðsmanns knattspyrnumanna sem lagt hafa skó sína á hilluna hefur Gísli ekki getað tekið gleði sína frá því fréttin birtist fyrst í Morgunblaðinu nú um helgina, því næst á heimasíðu Tindastóls og að lokum á Feyki.is.

Við hjá Feyki.is hörmum að hafa farið með rangt mál og biðjum  þá umboðsmann knattspyrnumanna sem hafa lagt skó sína á hilluna og Gísla Eyland markmann og markaskorara innilegrar afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir