Umferðaslys í vonskuveðri

Harður árekstur varð á Þverárfjallsvegi síðdegis í gær. Slysið varð með þeim hætti að vöruflutningabíll og fólksbíll voru að mætast og rákust saman.

Samkvæmt frétt Rúv.is skemmdist fólksbíllinn mikið og er óökufær. Engin slys urðu á fólki. Blindbylur var á þessum slóðum og vont skyggni að sögn lögreglu.

Þá valt bílaleigubíll, með erlenda ferðamenn innanborðs, á móts við bæinn Fremsta-Gil í Langadal um tíuleytið í gærmorgun. Vatn hafði flætt yfir veginn og myndast krapi sem bíllinn keyrði í og valt. Engin slys urðu á fólki, en bíllinn er talsvert skemmdur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir