UMFÍ boðar þjónustusamfélagið í Skagafirði á fund
Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ verða haldin á Sauðárkróki 12. – 15. júlí næsta sumar. Af því tilefni heldur Ungmennafélag Íslands kynningarfund fyrir þjónustuaðila í Skagafirði, þar sem farið verður yfir mótið og fyrirkomulag þess. Í fyrsta skipti verða mótin tvö haldin samtímis og búist er við miklum fjölda þátttakenda.
„Það er mikilvægt að taka vel á móti gestum okkar þannig að þeir upplifi samfélagið okkar á jákvæðan máta og fari síðan heim með góðar minningar,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ. Hann hvetur alla aðila í þjónustusamfélaginu til að mæta á fundinn og kynna sér við hverju má búast á stóru Landsmóti og hvernig bregðast megi við í tíma.
Fundurinn verður í Húsi frítímans miðvikudagskvöldið 6.desember og hefst kl. 20:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.