Umhverfis- og tiltektardagar á Blönduósi

Blönduós. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.
Blönduós. Mynd: Róbert Daníel Jónsson.

Umhverfis- og tiltektardagar verða á Blönduósi frá þriðjudeginum 28. maí til og með fimmtudeginum 30. maí, þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi, og hreinsa til.

Á heimasíðu Blönduósbæjar segir að einnig sé gott að plokka opin svæði með frjálsri aðferð.

Fyrir þá sem þurfa getur Þjónustumiðstöð sótt garðaúrgang, samkvæmt beiðni í síma 844 9621 þriðjudag og miðvikudag frá kl. 15 til 20 báða dagana en gámasvæðið verður opið aukalega fimmtudag 30/5 frá kl. 13:00 - 17:00.

Að lokinni tiltekt eru bæjarbúar hvattir til að mæta með góða skapið á fimmtudaginn við Félagsheimilið klukkan 18:00, þar sem sveitarstjórn Blönduósbæjar mun grilla fyrir bæjarbúa.

Tökum höndum saman og gerum bæinn okkar enn snyrtilegri og fallegri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir