Umhverfisverðlaun Skagafjarðar veitt í sjötta sinn

Umhverfisviðurkenning Skagafjarðar var í vikunni veitt í sjötta sinn en það er samstarfsverkefni Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar og Sveitarfélagsins.

Viðurkenningar eru veittar árlega úr allt að 7 flokkum en í ár eru viðurkenningar veittar úr 5 flokkum – ekki fannst lóð eða umhverfi opinberrar stofnunar sem þótti skara framúr og heldur ekki „ einstakt framtak“ á sviði umhverfismála – en vonandi verður hægt að veita viðurkenningu úr þessum flokkum að ári.

Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2010 eru:

  • Myndarlegasta sveitabýlið með hefðbundinn búskap eru Deplar í Fljótum Þar búa fjárbændurnir Haukur Ástvaldsson og Sigurlína Kristinsdóttir.
  • Myndarlegasta sveitabýlið án hefðbundins búskapar er býlið Kýrholt í Skagafirði en þar búa hjónin Sigurlaug Stefánsdóttir og Steinþór Tryggvason.
  • Fallegasta lóðin í þéttbýli er Háahlíð 12 á Sauðárkróki, Þar búa hjónin Sigrún Alda Sighvatz og Jón Pálmason
  • Fallegasta fyrirtækið er Ferðaþjónustufyrirtækið Bakkaflöt í Skagafirði en eigendur þess eru hjónin Klara Jónsdóttir og Sigurður Friðriksson
  • Fallegasta gatan í Þéttbýli er að þessu sinni Eskihlíð á Sauðárkróki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir