Umsóknir að berast fyrir skólaárið 2009-2010
Nú streyma umsóknir um dvöl í Skólabúðunum að Reykjum fyrir næsta skólaár og ljóst að skólarnir ætla að leita allra leiða til að koma í Skólabúðirnar þótt niðurskurðaröxinni sé víða beitt til hins ítrasta.
-Við erum virkilega ánægð með viðbrögð skólana og ljóst að þetta er orðinn ríkur þáttur í skólastarfi fjölmargra skóla, sem segir okkur að við erum á réttri leið í okkar starfi, segja Karl og Halldóra rekstraraðilar Skólabúðanna
Karl og Halldóra hvetja skólastjóra til að hafa samband við sig áður en þeir ákveða að hætta við að koma því það eru ýmis úrræði, sem hægt er að leita í áður en til þess kemur að hætta við komu í Skólabúðirnar. Hægt er að hafa samband í gegnum e-mail, skolabudir@skolabudir.is og svar berst um hæl, eða eins fljótt og auðið er.
-Látum ekki kreppuna bitna á börnunum, sem eiga engan hlut að máli. Skólabúðirnar eru komnar til að vera, segja Karl og Helga kappsfull.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.