UMSS fagnaði 100 ára afmæli s.l. laugardag

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt upp á 100 ára afmæli sitt s.l. laugardag og kom fjöldi fólks í Hús frítímans þar sem borð svignuðu undan kræsingum og samfagnaði afmælisbarninu.

Ávörp og tónlistaratriði voru flutt og formaður Ungmennafélags Íslands Helga Guðrún Guðjónsdóttir afhenti sambandinu áletraðan silfurskjöld frá UMFÍ.

Ungmennasamband Skagafjarðar var stofnað 17. apríl 1910.  Á stofnfundinn mættu fulltrúar frá fjórum ungmennafélögum sem töldust því vera stofnfélagar, Framför Lýtingsstaðahreppi, Fram Seyluhreppi, Hegri Rípurhreppi og Æskan Staðarhreppi. Fyrsta stjórn UMSS var: Brynleifur Tobíasson Geldingaholti formaður, Árni J Hafstað Vík ritari og Jón Sigurðsson Reynistað gjaldkeri. Löngu seinna ganga svo líka önnur félög en ungmennafélög í sambandið.

Í dag eru 12 aðildarfélög innan UMSS með tæplega 3000 félagsmenn.

  

Fleiri fréttir