Una er talnaglögg kona

Sigurveigu Unu, fyrrum bókhaldara, finnst talnalæsi Íslendinga fara hrakandi.
Sigurveigu Unu, fyrrum bókhaldara, finnst talnalæsi Íslendinga fara hrakandi.

„Feykir, góðan daginn...“

„Já, góðan daginn, hvar sagðirðu að þetta væri?“

„Hjá Feyki. Get ég eitthvað gert fyrir þig?“

„Já, sæll. Ég ætlaði einmitt að hringja í Feyki.“

„Jæja.“

„Já, ég var að hugsa um að gerast áskrfandi. Hef reyndar lengi ætlað að gerast áskrifandi en betra er seint en aldrei, hehe...“

„Jáá, hvað segirðu, gerast áskrifandi, bíddu aðeins meðan ég næ mér í blað og blýant... hvað segirðu, hvert er nafnið?“

„Ég heiti nú Sigurveig Una Sólmundardóttir, fyrrum bókhaldari hjá...“

„Una segirðu... já, og kennitalan?“

„Kennitalan mín er einnmilljarður sexhundruðogellefumilljónir þrjúhundruðfimmtíuogáttaþúsund tvöhundruðfimmtíuogníu.“

„Ha? Hvað sagðirðu?!“

„Ég sagði einnmilljarður sexhundruðogellefumilljónir þrjúhundruðfimmtíuogáttaþúsund tvöhundruðfimmtíuogníu.“

„Já, hérna... kannski er best að fá bara hjá þér Visa-númerið. Ertu ekki annars með kreditkort Una?“

„Jú, það væri ljómandi gott væni, kreditkortanúmerið er fjórar trilljónir áttahundruðsextíuogsjöbilljarðar níuhundruðmilljarðar áttatíuogníumilljónir fimmhundruðþrjátíuogeittþúsund tvöhundruðfimmtíuogsex... Viltu fá endingartímann?“

„Nei, heyrðu Una, ég held ég biðji hana Siggu hérna í afgreiðslunni að hringja í þig í fyrramálið. Ég held það fari betur á því svo það verði enginn ruglingur. Hvað er símanúmerið hjá þér?“

„Jájá, ekkert mál væni minn. Númerið er... bíddu við... já, fyrst eru tvö núll og síðan er þetta bara þrírmilljarðar fimmhundruðtuttuguogáttamilljónir níuhundruðogfjórtánþú....“

„Takk, takk, Una. Við finnum þig á ja.is. Hún Sigga hringir í þig. Blessuð.“

- - - - -

Athugið!

Kannski getur einhver hjálpað Dreifaranum að finna út í hvaða landi Una býr. Aukastig fyrir að hafa kennitölu og Visa-kortsnúmer Unu rétt eftir.

Una er ekki alvöru manneskja heldur uppspuni frá rótum. Ef kennitalan og Visa-númerið eru til í alvörunni er það algjör tilviljun sem beðist er velvirðingar á. Bent skal á að að aldrei á að gefa upp Visa-kortsnúmer nema þá á öruggum, læstum netsíðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir