Undir bláhimni brennisteinsmóðu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Gagnlausa Hornið
10.11.2014
kl. 11.32
Flestir kannast við lagið Undir bláhimni, sem stundum er nefnt þjóðsöngur Skagfirðinga. Nýr texti við þetta lag birtist í vísnaþætti í síðasta tölublaði Skessuhorns. Það mun hafa verið Gísli Ásgeirsson sem fór út að skokka einn morguninn og þá varð þetta til:
Undir bláhimni brennisteinsmóðu
barst í lungu mín díoxínryk
þar sem mófuglar másandi stóðu
maður hleypur víst ekki í spik.
Hóstandi kom ég í hlaðið
þar sem heimiliskettinum brá
heilmikið hresstist við baðið
nú er húðin svo fallega grá.